Rise of the Wicker King

Í gini drekans

Það þyrmdi yfir Coren. Hann hafði áttað sig á að hér væri ekki um venjulega sendiför að ræða þegar Diam sendi hann af stað. Það var eitthvað í svipnum á honum sem var óvenju… …alvarlegt, jafnvel fyrir Diam. Coren rifjaði upp samskiptin um leið og hann einbeitti sér af að ná stjórn á innri sálarstyrk sínum. Hann hugleiddi hreyfingar öldunganna í klaustrinu sem gátu sveigt frumkraftana að vilja sínum og hann hafði reynt að herma eftir en iðulega án árangurs. Kannski hér í dimmum helli kubbildana á ögurstundu gæti hann dregið fram eitthvað djúpt innan úr sál sinni. Ef einhvern tíman væri rétti tíminn þá væri það núna.

Coren lagði allt sitt í hverja hreyfingu og einbeitti sér algjörlega. Skvaldrið í bakgrunninum varð að suði. Sjónin varð þokukennd… …nei, það var ekkert að sjóninni, þetta var þoka… …inni í helli… …og undarlega staðbundin og undarlega formuð, næstum eins og hún formaðist eftir hugsun hans og hreyfingum. Coren lék höndunum í kringum þenna örsmáa skýjahnoðra og formaði hann í bolta sem snerist hraðar og hraðar. Smám saman kom í ljós andlit í boltanum, en ekki mennskt heldur ófrýnilegt, eiginlega líkt dreka. Skyndilega sprakk blotinn og drekahöfuðið opnaði skoltinn og í sama mund dundi um hellin skerandi og drungalegt öskur ólíkt nokkru sem Coren hafði áður heyrt. Tímin var í nánd. Coren fann með sér að framundan væri mesta prófraun lífs síns…

Comments

Glæsilegt :)

Í gini drekans
wiceman

I'm sorry, but we no longer support this web browser. Please upgrade your browser or install Chrome or Firefox to enjoy the full functionality of this site.