Rise of the Wicker King

Á kafi í hvelfingu kubbilda

Inn í fjallið. Inn í ókannaða hella í för með mönnum, álfum og hálflingum. Reginn hefði liðið betur með hópi dverga en þessir ofanjarðarbúar voru búnir að sanna sig ágætlega hingað til. Hvernig skyldi þeim reiða af í ófáguðum, náttúrulegum, hellum?

Áður en hægt var að segja “og varlega svo” steig álfurinn í gildru sem lét alla innan heimsálfunnar vita af inngöngu okkar í hellinn. Hann er líklega ekki vanur svona aðstæðum. Reginn var það svo sem ekki heldur, er vanari skipulögðum námum. Förin inn í ókannaða hella minnti Reginn þó þægilega á þá tíma sem dverglingur, í för með vinum sínum, að leita að og kanna nýjar sprungur í námunum.

Hópur kubbilda réðst að okkur en sökum þrengsla komst Reginn lítið að þó slaghamarinn hafi fengið að hefna sín á kubbildinu sem kastaði grjóti í ennið á honum.

Neðar í hellinum lýsti ljós Moradins skært og stóðst trú eða vegtálmi kubbildanna engan vegin mátt ljóssins. Leiðin var skýr. Hópurinn kannaði ganganna og stóðst Brjánn prófið mun betur en Varis þó forvitnin virðist hafa yfirbugað hann í einhverju fikti með lím. Það var dálítið fyndið að sjá límda putta Brjáns hamast fasta hvor við annan. Reginn var ekki alveg viss um hvort Brjánn vissi af þessum kæk sem hann hafði að puttarnir voru alltaf á hreyfingu.

Fleiri kubbildi. Mikið fleiri. Arakhaik nýtti smiðskunnáttu sína til þess að breyta tálma kubbildanna í meðfærilegra ástand. Reginn og Arakhaik lögðust á eitt og ruddu tálmanum í átt að næsta kubbildavegtálma og brutu sér leið í gegnum hann. Upp hófst mikill bardagi en ljós Moradins skein bjart. Leiðtogi kubbildanna og prestur stóðu það af sér enda héldu þau sig í góðri fjarlægð. Coran sá þó um prestinn en leiðtoginn flúði. Eftirför hópsins var stöðvuð af þremur eðlum með ógnarhvassar tennur sem urðu Varis næstum að falli. Ljós Moradins vísaði honum aftur veginn til lífs og batt sár hans.

För hópsins var nú stöðvuð af urrum í stórri veru sem hópurinn taldi vera drekahljóð. Því var ákveðið að fara aftur að tálmanum og hvílast og ráða ráðum. Eftir það skoðuðum við þá hliðarhella sem við höfðum hlaupið fram hjá og fundum dvergana aftur. 14 steinrunna og 3 heilu á höldnu. Á meðal þeirra þriggja var Dorna, prestur Járnhælanna. Reginn gekk beint að henni eftir að hafa flatt höfuð kubbildavarðanna og gaf henni aftur hinn gyllta hamar Járnhælakirkjunnar.

Comments

bjornlevi

I'm sorry, but we no longer support this web browser. Please upgrade your browser or install Chrome or Firefox to enjoy the full functionality of this site.