Rise of the Wicker King

Á kubbilda veiðum

Arik týndi sporum kubbildana oft og það fór að verða vandræðalegt. Ferðinn sóttist ágætlega þrátt fyrir auka leitartíman. Á leiðinni var mikill tími til að hugsa:

Er Reginn bara að þessu vegna þess að þetta séu dvergar? Hvað ef þetta væri annað fólk úr þorpinu? Eftir “uppljómunina” hans virtist eins og það hafi einhver kveikt í skegginu á honum, miðað við hversu kvikur hann var og spenntur fyrir því að hlaupa af stað í forboðna heimili járnskónna.

Brjánn virðist vera fínn gæi, ég sé hann nánast ekkert þegar við erum að berjast en þrátt fyrir það virðist hann alltaf að vera týna örvar úr valnum, nema hann sé bara svaka hjálplegur og alltaf að hjálpa Varis með hans örvar. Ég hef samt smá áhyggjur af Brjáni hann virðist taka allt saman sem er ekki nelgt niður og stundum tosar hann í naglana til þess að athuga hvort þeir séu lausir. Ef hann myndi sinna heiskap jafnvel og hann tosar, skoðar og tekur hluti væri pabbi örugglega mjög sáttur að leyfa honum að gista fleirri nætur.

Ég hef smá áhyggjur af pabba, mamma er búinn að vera slöpp í þó nokkuð langan tíma og ég veit ekki hvernig henni líður… Pabbi talar alltaf um að bóndafólk sé miklu harðara af sér en liðið sem býr í bænum, enda virðist hann vera búinn til úr bárujárni og tonnataki… Þau hljóta að spjara sig þangað til að ég kem tilbaka, ég á líklegast eftir að vera í þriggja mánaða straffi, en EF við getum reddað dvergunum úr vandamálum sínum þa er það þess virði.

Comments

Mátt endilega hreinsa þetta smá til ef það er þörf á því.

Á kubbilda veiðum
 

I like it :)

Á kubbilda veiðum
Skari

I'm sorry, but we no longer support this web browser. Please upgrade your browser or install Chrome or Firefox to enjoy the full functionality of this site.