Rise of the Wicker King

Berjist við eld með eldi.

Dreki. Elddreki.

Reginn bað til Moradins að föruneytið kæmist út úr líkneskjahellinum en drekinn var greinilega búinn að skipuleggja árás sína. Logarnir léku um hellinn og kveiktu í öllu sem var brennanlegt. Reginn hélt um hamar Dornu og bað Moradin um að vernda hjálparlausu dvergana.

Eldurinn slökkti í ljósi mosans í lofti hellisins en daufir logar ýmissa smárra elda út um allan hellinn lýstu upp hetjulegan bardaga vina Regins við elddrekann. Reginn bað um mátt Moradins til þess að aðstoða vini sína en Drekinn bægði álögunum frá sér. Aftur reyndi Reginn að leggja álög á drekann en ekkert beit á þykkan skráp elddrekans. Álagaeldurinn beit ekki á eldskrápinn. Þriðja skiptið. Eldur drekans var greinilega máttugri en eldur Regins.

Á meðan börðust vinir Regins hetjulega og hröktu drekann aftur inn í hellinn sinn. Fram þustu kubbildi drekadrottingu sinni til bjargar. Reginn vissi að kubbildin stóðust ekki eld Moradins eins og drekinn og steig því fram í ljósið. Orkan sem bundin er í steininn, orkan sem skapaði steininn brenndi augu kubbildanna og greiddi leið föruneytisins að hrekja á brott elddrekann. Við það gengu þeir í aðra gildru. Á bak við víggirðingu lagði seiðkarl kubbildanna álög á hetjurnar sem eltu drekann og gerðu honum kleift að flýja. Reginn arkaði beint að girðingunni, rak hönd í gegnum bogagöt og kallaði á hreinsunareld. Kubbildin brunnu til ösku, öll nema seiðkarlinn sem stóð hærra og náði að víkja sér frá eldhafinu.

Lausir við drekaógnina stukku Varis og bardagajárnstígvél Dornu yfir víggirðinguna eins og hún væri ekki til og vógu seiðkubbinn.

Fangelsi Járnstígvélana hafði nú verið hreinsað í bæði sköpunareldi Moradins og elddrekadrottningarinnar. Förin heim yrði örugglega hættuminni.

Comments

Verí næs :)

Berjist við eld með eldi.
bjornlevi

I'm sorry, but we no longer support this web browser. Please upgrade your browser or install Chrome or Firefox to enjoy the full functionality of this site.