Rise of the Wicker King

Dvergurinn & Drekinn

Arik man óljóst eftir bardaganum við drekan.

Hann minnist þess að hafa gengið vasklega á mót við drekan og sagt… eitthvað. Eftir það kom vítiseldur úr kjafti drekans og blindaði hann.

Líklegast hafði hann hent sér til hliðar en endaniðurstaðan var að það er ekki lengur hægt að sauma fötin. Hálfnakti dvergurinn við hliðina á honum virtist ekki geta hætt að öskra á meðan bardaganum stóð. Eftir að hafa lagt til drekans með sverðinu þá hoppaði drekinn á hann og opnaði með klær eins og sverð ásamt kjafti fullum að hnífum.

Arik var ekki viss hve lengi hann hafði legið í valnum, en sá Coren liggjandi í valnum og drekinn ekki í augsýn, dvergurinn sem var á hnjánum við hliðina á Arik hlaut að hafa hrakið hann á brott. Arik kastaði sverðinu til hans og gaf honum litla blessun í kaupbæti svo hoppaði hann á Coren gaf honum part af eldi lífsins til að hífa hann á fætur.

Sögurnar voru ekkert að grínast með það að drekar safna fjársjóði, þessi hrúga sem drekinn skildi eftir sig var enginn brandari, drekinn á líklegast eftir að gera atlögu að þeim sem halda í sjóðin, spurning hvort hægt sé að undirbúa sérstakt svæði til að berjast við hana.

Dvergarnir eru óhultir og enginn hefur látist. Góður dagur.

Comments

Brill :)

Dvergurinn & Drekinn
 

Coren = Reginn :)

Dvergurinn & Drekinn
 

Reginn = Human Monk? Sem lá í valnum?

Þú veist að marglitur logi Bahamuts getur líka læknað :D

Dvergurinn & Drekinn
Skari

I'm sorry, but we no longer support this web browser. Please upgrade your browser or install Chrome or Firefox to enjoy the full functionality of this site.