Harad Havsum

Ein af hetjunum frá Mistmoor. Á Golden Tower gistiheimilið.

Description:

Harad er brosmildur og stutt í hláturinn hjá honum. Hann er með ör rétt fyrir ofan augað en reynir að láta hárlokka fela það. Hann er með dökkt krullað hár og er oftast í léttum skyrtum og leðurbuxum. Hann fer hljóðlega yfir og tekst oftar en ekki að koma fólki á óvart með því að læðast upp að því.

Bio:

Harad er einn af hetjunum frá Mistmoor. Hann notaði hluta af fjársjóðnum sínum til að kaupa Gold Tower Inn en ákvað að honum nægði að eiga staðinn. Hann eftirlætur því Rósu, dóttur Söru sem áður átti gistiheimilið, að reka staðinn. Harad má oft finna í ölstofunni eða á veröndinni fyrir framan, þar sem hann segir hverjum sem vill hlýða á hann frá ævintýrum sínum.

Harad ólst upp í Craig’s Crossing, einkasonur einu halfling hjóna þorpsins. Foreldrar hans höfðu verið gerð brottræk frá heimabyggðum föður hans og þegar Harad komst að því hljóp hann að heiman og flakkaði um byggðirnar þarna í kring og lærði svona hitt og þetta til að bjarga sér. Hann lærði smá í lásasmíði, sitthvað af læknum og prestum, sumt af þorpsvörðum og svo mætti lengi telja. Þegar hann hitti hetjurnar fyrst var hann því fær í fjölmörgu og komu hæfileikar hans hetjunum oft að gagni.

Undanfarið hefur hann þó haft vaxandi áhyggjur af minnkandi straumi ferða- og ævintýramanna, nokkuð sem hefur haft umtalsverð áhrif á tekjur hans af gistiheimilinu.

Harad Havsum

Rise of the Wicker King tmar78