Morden Brittlebeard

Bróðir Corals. Á Smiðjuna með honum.

Description:

Morden er hávaxinn af dverg að vera. Hann er með svera handleggi og er álíka breiður og hann er hár. Hann er ljóshærður og tekur skegg sitt saman í fléttu. Hann er álíka geðugur og grjóthrun en eftirlætur bróður sínum að sjá um viðskiptavini enda geðþekkari af þeim tveimur. Morden hefur hins vegar frábært auga fyrir verðmæti hluta og gæðum þeirra. Hann hefur líka ótrúlega gott minni þegar kemur að sögum fornra galdrahluta. Morden er auk þess framúrskarandi góður smiður.

Bio:

Fjalladvergurinn Morden er bróðir Coral, sem var einn af upprunalegu hetjunum frá Mistmoor. Eftir að hópurinn leystist upp gerðist hann kaupmaður í Mistmoor og verslaði einkum með vopn, verjur og annan búnað sem hetjur og ævintýramenn nota. Morden hefur aðstoðað bróður sinn í versluninni en lætur sig dreyma um að verða hetja eins og hann.

Morden Brittlebeard

Rise of the Wicker King tmar78