Rósa

Rekur Golden Tower gistiheimilið.

Description:

Rósa er ljóshærð og bláeygð, mjög norræn í útliti og um margt afar ólík móður sinni, Söru. Sögur herma að faðir Rósu hafi verið einn af barbörunum að norðan og að Rósa hafi í raun aldrei hitt hann. Það kemur kannski heim og saman við skapofsa Rósu, því henni getur orðið ansi heitt í hamsi, sér í lagi ef gestir gerast fjölþreifnir. Flestir reyna það aðeins einu sinni enda fá þeir ýmist að kenna á hnefum hennar eða hverju því eldhúsverkfæri sem hún er með í höndum hverju sinni. Hún er þó yfirleitt glaðlynd og þó að hún taki skyldur sínar á gistiheimilinu afar alvarlega þá er hún oftast brosandi og tekur hlýlega á móti gestum.

Bio:

Rósa hefur alla sína tíð búið á gistiheimilinu og hóf snemma að taka að sér ýmis verk þar. Þegar móðir hennar veiktist seldi hún Harad gistiheimilið gegn loforði um að Rósa fengi ávallt að eiga þar heima. Sara lést fyrir tveimur árum og Rósa býr og starfar enn á gistiheimilinu.

Rósa

Rise of the Wicker King tmar78