Rúbert Anon

Fyrrv. Paladíni, nú prestur í Mistmoor.

Description:

Rúbert er hávaxinn og með arnarnef. Hann er yfirleitt alvarlegur á svip og sinnir starfi sínu af alúð. Honum þykir innilega vænt um íbúa Cragmoor dals og reynir að leggja sig fram um að aðstoða þá. Hann finnur til ábyrgður vegna þess að kirkjan var misnotuð og hefur þ.a.l. reynt að gera allt sem í hans valdi stendur til að byggja upp traust íbúa Mistmoor á trúfélaginu.

Bio:

Rúbert er frá þorpinu Craig’s Crossing, sem er skammt norðvestan við Mistmoor. Hann ólst þar upp, sonur einstæðs föður og nam af honum trésmíði. Dag einn, eldsnemma morguns, þegar þeir voru á ferð um skóginn í leit að hentugum við í skáphurðar fékk Rúbert vitrun og fannst sem sólargeislarnir töluðu til sín. Þeir töluðu og sungu í senn, sögðu honum að leita uppi kirkju Pelors í Ravenhold og nema þar af Kirion biskupi. Faðir Rúberts sendi drenginn með farandverkamönnum til borgarinnar, þar sem hann undirgekkst próf presta Pelors. Hann stóðst þau með glans, gekk til liðs við reglu paladína innan trúfélagsins og tók þátt í mörgum herferðum. Hann var lengi í læri hjá Kirion, eða þar til hann var sendur aftur upp í Cragmoor dal til að breiða út fagnaðarerindi Pelors, þegar öllum skyldum hans sem paladín var lokið.

Rúbert Anon

Rise of the Wicker King tmar78