Saga, þjóðsögur, trúarbrögð og galdrar

northwatch2.jpg

Saga

Gragmoor dalur á sér langa sögu. Talið er að fyrstu landnemar hafi komið fyrir um árþúsundi síðan en þá voru fyrir ættbálkar drýsla og orka. Fyrstir komu dvergar sem grófu eftir málmum í fjöllum dalsins en fljótlega fylgdu í kjölfarið ættbálkar mennskra barbara, telja ættflokkarnir fyrir norðan sig beina afkomendur þeirra.

Það var síðan Rothmar Ravensword sem tók sér land fyrstur. Hann lét reisa Ravenhold og hóf krossferð gegn drýslunum og orkunum. Hann laðaði að sér ævintýramenn sem urðu síðar riddarar hans. Með þeim komu fleiri íbúar og borgin stækkaði sífellt.

Smátt og smátt komst sífellt stærri hluti dalsins. Þorpin Mistmoor og Craig’s Crossing risu og urðu mikilvægir hlekkir í samgöngum innan dalsins. Orkar og drýslar voru til vandræða auk þess sem annars konar óvættir og skrímsli hafa hægt á uppbyggingu dalsins.

Í dag er svæðið tiltölulega friðsælt og sjá riddarar Ravenhold um eftirlit á landamærum dalsins. Auk þess hafa afkomendur Rothmars komið á góðu skipulagi bæjarstjóra og -fógeta sem svara beint undir hann.

Þjóðsögur

Margar þjóðsögur eru í dalnum og allir íbúar hans hafa heyrt.

Drekann í Fernisskógi þekkja allir. Sagt er að hann eigi sér bæli djúpt inni í skóginum og þaðan sleppi enginn lifandi. Drekinn á að vera grænn og ævaforn, hann á að hafa dregið til sín mikinn fjársjóð sem á sér engan líkan þarna á svæðinu eða í löndunum þar í kring.

Nornina á Sviptinornartindi þekkja allir íbúar Mistmoor, en sagt er að þar í hlíðunum hafi álfamær tekið eigið líf eftir að ástmaður hennar hafnaði henni. Má á dimmum haustkvöldin heyra hvernig hún grætur hann.

Sagt er að reimt sé í Hláturhæðum en margir ferðamenn segjast hafa heyrt þar á kvöldin hlegið inni í hæðunum og hólunum. Vitað er að fyrir löngu síðan fór þar fram mikil orrusta og má hennar glögglega merki í hólunum. Einnig er drekanárinn Neuraxis grafinn þar og telja margir íbúar Mistmoor að bölvun hvíli þess vegna á svæðinu, enda hefur engum tekist að koma þar upp búi, svo vitað sé.

Margir prammamenn segja að í Djúpu búi einhver skelfileg vera. Stundum gárist vatnið á lygnum nóttum og þá er eins og þungur svefnhöfgi svífi á vaktmenn á prömmum. Sumir prammar hafi þannig horfið ofan í vatnið. Þá er líka sagt um vatnið að það sé óendanlega djúpt og tengist í gegnum neðanjarðarhella Langasjó.

Loks hefur sú saga verið lífsseig að Miranda, fyrri eiginkona Rothmars goða, gangi aftur í Ravenhold. Segjast margir íbúar hafa séð gullfallega konu efst í turninum á dimmum vetrarnóttum.

Trúarbrögð

Kirkja Pelors er afar öflug á svæðinu. Biskup hennar er með aðsetur í Ravenhold en kirkjur og skríni má finna í öllum þorpum. Þá leggja margir þeir sem ferðast um Gragmoor trú á Avandra. Þá er kirkja Iouns með aðsetur við Mistmoor. Drúíðar í Fernisskógi eru sagðir dýrka Melora og líffseigar eru sögur um að einhverjir íbúar Miramar trúi í leyni á Vecna.

Galdrar

Galdrar, aðrir en divine, eru litnir hornauga. Í flestum byggðarkjörnum er ætlast til þess að galdramenn og þeir sem stunda slíkt gefi sig fram við yfirvöld og fái til þess leyfi. Mjög strangar reglur gilda á flestum stöðum um hvernig skuli standa að galdraiðkun og er t.d. bannað með öllu að kasta göldrum í Ravenhold.

Saga, þjóðsögur, trúarbrögð og galdrar

Rise of the Wicker King tmar78