Rise of the Wicker King

Vætturinn og Illgresið

Darkrootforest.jpg

Grábjörn hafði illan byfur á herberginu sem stigið var í:

Skógur inni og grændís í kaupbæti. Grábjörn hafði haft kynni af slíkum verum, venjulega ber að varast allt sem þær segja, ekki lofa eða semja og alls ekki taka við gjöfum.

Herbergið sem þessi vera gerði sér samastað var ónáttúrulegur, líkt því að vera hefði skapað skóginn eftir teiknaðri mynd og ekki áttað sig á öllu því lífi sem hann kann að fela.

Hárinn á hnakkanum risu eftir því sem Grábjörn áttaði sig á því hversu ónáttúrulegt þetta var, eðlishvötin vildi vaða í veruna og kremja hana. Að halda aftur af sér var ekki erfitt því slíkar verur hafa oft undirbúið gildrur og galdra sér til varnar.

Möguleiki er á því að hún hafi einusinni verið vingjarnlegur skógarandi, en árhundruðin hafa breytt henni í eitthvað annað.

Ef hægt væri að leysa hana úr viðjum álagana gæti hún verið bandamaður, en annars væri best að vera ekki nálægt hvörki henni, né “systir” hennar hver sem hún kynni að vera.

Comments

Skari

I'm sorry, but we no longer support this web browser. Please upgrade your browser or install Chrome or Firefox to enjoy the full functionality of this site.